Veltan margfaldast í sólinni

Styrmir Kári

Á veitingastað sem er með gott útisvæði og er í stakk búinn til að taka á móti fjölda fólks þegar sólin lætur sjá sig getur söluaukningin numið 200-400%. Þegar veðrið er gott breytist neyslumynstur fólks og það hikar ekki við að eyða háum fjárhæðum í áfengi ef gott sæti næst í sólinni.

Veitingastaðir eru þó misvel í stakk búnir til að gera sér mat úr góða veðrinu. Sumir eru heinlega ekki með svæði sem hægt er að nýta utandyra, aðrir eru ekki svo forsjálir að hámarka sætaframboð úti og enn aðrir hafa ekki mannafla til að bæta við útisvæði.

Þetta er því snúinn bransi til að vera í eins og þeir vita sem þurfa að treysta á veðrið í sinni vinnu en þeir sem ná að nýta góða veðrið horfa á allt aðrar tölur í uppgjöri en gengur og gerist á hefðbundnum degi. Þessir dagar eru því gríðarlega mikilvægir veitingafólki og eftir miklu að slægjast. Vonandi verður veðrið svona í allt sumar.

Adolf Smári eldar ljúffengar pylsur fyrir gesti og gangandi á …
Adolf Smári eldar ljúffengar pylsur fyrir gesti og gangandi á Austurvelli. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert