Finnst gott meðlæti ómissandi með grillmatnum

Hildur Rut Ingimarsdóttir.
Hildur Rut Ingimarsdóttir.

Matarbloggarinn Hildur Rut Ingimarsdóttir situr hér fyrir svörum en okkur lék forvitni á að vita hvernig grillhegðun hennar er og hvaða matur er bestur á grillið. 

Hvernig grillgræja er á heimilinu?

Weber-grill.

Hvaða matur er bestur á grillið?

Ég elska grillaðar pizzur, þær verða svo ómótstæðilegar grillaðar. En mér finnst líka fiskur og kjúklingur alltaf gott á grillið.

Grillar þú mest yfir sumartímann eða allt árið um kring?

Við grillum mest yfir sumartímann. Mig langar ósjálfrátt að setja eitthvað gott á grillið þegar það er gott veður.

Ertu týpan sem „á“ grillið og enginn annar kemst nálægt?

Ég er alls ekki þessi týpa, þvert á móti. Sem er fyndið af því að ég elska að elda og sé nánast alveg um þá deild á heimilinu. Maðurinn minn sér um grillið. Það er hans hlutverk að grilla á meðan ég undirbý meðlætið og stýri þessu öllu.

Hvað er ómissandi í góðri grillveislu?

Mér finnst gott meðlæti ómissandi með grillmatnum.

Áttu gott grillráð handa okkur?

Ég mæli með pizzasteini fyrir grillið ef að þið ætlið að grilla pizzu.

Grillaðar pítsur eru algjört sælgæti.
Grillaðar pítsur eru algjört sælgæti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »