Grænmetismeðlætið sem gaman er að grilla

Ef þú hefur ekki smakkað grillað brokkolí þá mælum við …
Ef þú hefur ekki smakkað grillað brokkolí þá mælum við með því strax í dag. mbl.is/Parker Feierbach

Það er fátt betra á grillið en grænmeti. Það þarf alls ekki að vera flókið en oft dugar bara að pensla með olíu og salta með góðu salti. Hins vegar má líka krydda og marinera eftir kúnstarinnar reglum og þetta einmitt þannig uppskrift.

Grænmetið sem vandlátir munu borða

 • 900 g brokkolí
 • ¼ bolli olífuolía
 • 2 msk. worcestersósa
 • 1 msk. soja sósa
 • 3 msk. tómatsósa
 • 1 msk. hunang
 • 3 hvítlauksrif, marin
 • ½ tsk kosher salt
 • Pipar
 • ¼ tsk rauðar piparflögur
 • ¼ bolli parmesan
 • Sítróna

Aðferð:

 1. Hitið grillið á meðal hita. Skerið brokkolíið í litla bita.
 2. Pískið saman ólífuolíu, worcestershire, soja sósu, tómatsósu, hunang og hvítlauk. Kryddið með salti, pipar og rauðum piparflögum. Veltið brokkolíinu upp úr og látið standa í 10 mínútur.
 3. Setjið brokkolíið á grillið og stráið örlítið meira af salti yfir. Grillið þar til mjúkt undir tönn, og munið að snúa við á 2 mínútna fresti. Það má pensla yfir með afgangs sósu í 8-10 mínútur.
 4. Dreifið parmesan yfir og berið fram með sítrónubátum.
mbl.is