Ídýfan sem þú verður að smakka

Dúndurgóð ídýfa sem þú munt elska.
Dúndurgóð ídýfa sem þú munt elska. mbl.is/Thecookierookie.com

Við erum ekkert að grínast með þessa ídýfu! Hún er guðdómleg og verður að smakkast. Hér borin fram með ristuðu baguette-brauði sem slegist verður um.

Ídýfan sem verður að smakkast

 • 1 bolli sýrður rjómi
 • ½ tsk. dijon-sinnep
 • 1 tsk. hvítlaukskrydd
 • 1 tsk. timían-krydd
 • 1 tsk. allra handa krydd
 • 2 bollar mozzarella
 • 2 bollar rifinn Montery Jack-ostur
 • 1 bolli fersk basilika, söxuð
 • 1 bolli tómata, skornir niður
 • Baguette-brauð

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi og kryddum.
 3. Bætið því næst við ostinum og saxaðri steinselju.
 4. Hellið blöndunni í lítið eldfast mót.
 5. Dreifið tómötum yfir.
 6. Bakið í 10-15 mínútur þar til osturinn hefur bráðnað.
 7. Á meðan ídýfan er í ofninum, skerið þá brauðið og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 8. Penslið brauðið með góðri ólífuolíu og bakið í ofni í 6-8 mínútur þar til brauðið hefur ristast.
 9. Berið ídýfu fram með ristuðu brauði.
mbl.is/Thecookierookie.com
mbl.is