Svona skammtar þú ís og sleppur við uppvask

Skammtið ís í muffinsform og sleppið við óþarfa uppvask.
Skammtið ís í muffinsform og sleppið við óþarfa uppvask. mbl.is/Pinterest

Rétt upp hönd sem eru til í ekkert uppvask. Við kynnum hér fyrir ykkur eitt frábært ráð ef von er á gestum og þig langar að bera fram ís.

Dragðu fram muffinsform og fylltu þau með ískúlum og settu aftur inn í frysti. Þegar gestirnir eru svo farnir að góla á eftirrétt dregur þú muffins-ísinn fram úr frysti. Öðruvísi og skemmtileg leið á desert og mun alltaf slá í gegn hjá yngri kynslóðinni. Þá er upplagt að hafa sósur eða annað meðlæti með sem hver og einn velur fyrir sig.

mbl.is/Yesterdayontuesday.com
mbl.is