Fæðutegundin sem bætir líkamslykt karla

Thinkstock

Samkvæmt nýlegri rannsókn hefur maturinn sem við borðum veruleg áhrif á líkamslykt okkar. Í ljós kom að karlmenn sem borðuðu ákveðinn skammt af fæðunni þóttu lykta allt að helmingi betur.

Fæðan sem um ræðir er hvítlaukur og nú eru eflaust margir hissa en þátttakendum var skipt í tvo hópa og borðaði annar hópurinn hvítlauk og hinn ekki.

Voru þátttakendur beðnir um að nota ekki hefðbundnar snyrtivörur með lykt sem gætu ruglað niðurstöðurnar. Þátttakendurnir voru með bómullarpúða í handakrikanum og klæddust einungis bómullarfatnaði. Bómullarpúðunum var safnað saman og viku síðar fékk hópur kvenna það hlutverk að dæma lyktina.

Í ljós kom að þeir sem höfðu borðað hvítlauk þóttu umtalsvert kynþokkafyllri en þeir sem engan hvítlauk fengu. Magnið sem þeir borðuðu voru 12 grömm af hvítlauk og í ljós kom að engu breytti hvort um var að ræða ferskan hvítlauk eða hvítlaukshylki keypt út í næstu verslun.

Þar höfum við það - hvítlaukur eykur kynþokka karlamanna!

Heimild: Huffington Post

Hvítlaukur eykur testósteróninmagn líkamans.
Hvítlaukur eykur testósteróninmagn líkamans.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert