Loksins hægt að kaupa ferskt wasabi

mbl.is/Nordic Wasabi

Þau gleðitíðindi berast nú að hægt sé að fá ferska wasabi-rót frá Nordic Wasabi í verslunum Hagkaups. Wasabi hefur verið illfáanlegt enda hægvaxta rót sem ekki er á allra færi að rækta.

Wasabi er vinsælt í japanskri matargerð, þá ekki síst með sushi, en fæstir átta sig á því að hið græna mauk sem boðið er upp á á veitingastöðum er bara piparrótarmauk með grænum matarlit.

Það er því sannarlega gleðiefni að loks skuli hægt að fá alvöru rót hér á landi og ekki síður að hér sé um íslenska framleiðslu að ræða.

Sem stendur er eingöngu hægt að kaupa rótina í Hagkaup í Garðabæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert