Lausnin við lúsmý fundin

Hið herfilega lúsmý sem herjar á landann er argasta pest enda eru bit þess afar óþægileg. En hvað er til ráða? Margir hafa dregið fram skordýraeitur og allskonar pöddufælur sem eiga að gera gagn og margar gera það sjálfsagt. 

Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum er lúsmý lítt hrifið af lavender hverju svo sem það sætir og eru verslanir því farnar að bjóða upp á lavenderlausnir við lúsmý - ef svo má að orði komast. 

Meðal þeirra eru ilmkeilur frá Renuzit sem fást ansi víða. Í þeim er nákvæmlega ekkert eitur og þær eru niðurbrjótanlegar og í endurvinnanlegum umbúðum. Að auki er lyktin af lavender bæði róandi og góð þannig að ef rétt reynist þá er hægt að slá tvær flugur í einu höggi... og vonandi fleiri því hver vill ekki ljúfa lykt og lamað lúsmý?

Hvað eru mörg L í því?

Bit lúsmýsins eru andstyggilegt.
Bit lúsmýsins eru andstyggilegt. Eggert Jóhannesson
mbl.is