Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pekanhnetu salsa

mbl.is/

Íslenskir mygluostar eru sívinsælir á veisluborðum landsmanna en það vita það kannski ekki allir að þeir passa líka fullkomlega á grillið! Hvort sem þú setur þinn uppáhaldsost á hamborgarann, grilluðu ostapizzuna nú eða nýtur þess að grilla hann einan sér, má með sanni segja að úr verði algjört sælgæti sem verður erfitt að standast. Það besta við grillaðan mat – fyrir utan dásamlegt bragðið – er líka hversu einföld eldunaraðferðin er og því er upplagt að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með forrétti, aðalrétti og eftirrétti. 

Grillaður Dala Höfðingi með jarðarberja- og pekanhnetu salsa

Smáréttur fyrir 4-6

 • 2 stk. Dala Höfðingi
 • 1 lítill bakki jarðarber
 • 1 dl ristaðar og saxaðar pekanhnetur
 • 1 góð handfylli ferskt basil
 • 1 msk. balsamikedik
 • 1 msk. hunang
 • Svartur nýmalaður pipar

Aðferð:

 1. Skerið jarðarberin smátt ásamt basil og setjið í skál.
 2. Bætið rest af hráefnum út í og hrærið aðeins saman. Smakkið til með svörtum pipar og e.t.v. hunangi ef þarf. Setjið til hliðar.
 3. Hitið grill við meðalhita.
 4. Leggið ostinn beint á grillið eða á bút af álpappír.
 5. Lokið grillinu og grillið ostinn í u.þ.b 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til hann er mjúkur í gegn.
 6. Færið ostinn varlega yfir á lítið fat, toppið með jarðarberja salsa og berið fram strax með ristuðu baguette eða kexi.
Thinkstock
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »