Nýr og öðruvísi víntappi frá Stelton væntanlegur

Hversu glæstur tappi?
Hversu glæstur tappi? mbl.is/Stelton

Danska húsbúnaðarfyrirtækið Stelton kynnti á dögunum nýjung sem væntanleg er í verslanir. Eitthvað sem mörg okkar tökum vel á móti.

Hér er um ræðir tappa í vínflöskur, sem er svo sem engin nýjung, en þessi útgáfa er þó örlítið öðruvísi en við annars erum vön. Fyrir utan að vera ótrúlega elegant, þá virkar hann þannig að extra loft pumpast úr flöskunni er hann smellur á. Þannig geymist vínið lengur en annars og er því tilvalið fyrir freyðivín þar sem „boblurnar“ halda sér.

Tappinn er hannaður af Daniel Debiasi og Federico Sandri sem hafa rekið saman studío síðan árið 2010 og er nýjunginn viðbót við vörulínuna Nordic.

mbl.is/Stelton
mbl.is