Undurfagrar bökunarvörur sem eiga eftir að slá í gegn

Alveg ný vörulína mun líta dagsins ljós í komandi ágústmánuði, …
Alveg ný vörulína mun líta dagsins ljós í komandi ágústmánuði, samstarfsverkefni Ditte Julie og Imerco. mbl.is/Ditte Julie

Splúnkunýjar baksturvörur, diskar og annað skraut er að líta dagsins ljós í komandi ágústmánuði. Við erum að sjá kökudiska, bökunarform, bökunarvigt og margt fleira í fallegum bleikum tónum, en það eré einkennislitur þeirra sem stendur á bak við nýjungarnar.

Hún heitir Ditte Julie Jensen og hefur bakað og matreitt eins og vindurinn síðustu ár eftir þátttöku sína í sjónvarpsþættinum “Den store bagedyst” í Danmörku. En árið 2018 stóð hún einnig á bak við allar uppskrfitirnar sem útkomu í stóru jólabók tímaritsins Bo Bedre.

Nýja vörulínan er unnin í samstarfi við Imerco og er þetta í fyrsta sinn sem þeir fara út í slíkt samstarf. En Ditte var með þrjár kröfur hvað vörurnar varðar en ein af þeim var að hafa þær mattar en ekki glansandi, svo auðveldara væri að mynda þær eftir að falleg kaka er t.d. komin á tertufatið. Önnur áhersla var að hafa enga kanta á diskunum svo auðveldara væri að skera kökurnar sem á þeim standa og sú þriðja að vörurnar ættu að þjóna fleiri en einum tilgangi. Líkt og kökukeflið sem fletur ekki einungis út, heldur inniheldur mælistiku og getur einnið skorið í deigið.

Vörurnar verða fáanlegar í verslunum Imerco frá og með 19. ágúst nk.

Bleiki liturinn er einkennislitur Ditte.
Bleiki liturinn er einkennislitur Ditte. mbl.is/Ditte Julie
mbl.is/Ditte Julie
mbl.is/Ditte Julie
Ditte með hluta af nýju vörurlínunni sem samanstendur af 50 …
Ditte með hluta af nýju vörurlínunni sem samanstendur af 50 hlutum. mbl.is/Ditte Julie
mbl.is/Ditte Julie
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert