Gamla góða eplakakan með tvisti

Þessi útgáfa af eplaköku er með þeim fallegri sem við …
Þessi útgáfa af eplaköku er með þeim fallegri sem við höfum séð. mbl.is/Lars Ranek

Það er alltaf gaman að prófa nýjar uppskriftir og er þessi með þeim glæsilegri í dag. Hér um ræðir eplaköku í alveg nýju útliti og er einstaklega falleg á að líta. Þessi er fyrir þá sem elska að standa í eldhúsinu og dunda sér við baksturinn og að skreyta.

Gamla góða eplakakan með tvisti

  • 40 g eggjahvítur
  • 40 g sykur
  • 40 g flórsykur
  • 1 msk makron rasp

Eplafylling:

  • 150 g epli (sirka 2 epli)
  • 50 g dökkur strásykur
  • Safi úr ½ sítrónu

Kefir-múss:

  • 2 matarlímsblöð
  • 15 g sykur
  • 1,5 dl rjómi
  • 1,5 dl kefir

Vanillugljái:

  • 3 matarlím
  • 75 g síróp
  • 75 g sykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 45 g vatn
  • 50 g soðin mjólk
  • 75 g hvítt súkkulaði

Annað:

  • 2 dl rjómi
  • Blóm (má sleppa)
  • Handfylli makron rasp

Aðferð:

Marengsstangir:

  1. Pískið eggjahvíturnar þar til loftkenndar og bætið sykrinum við. Pískið áfram þar til útkoman verður að seigum marengs.
  2. Sigtið flórsykurinn út í blönduna og veltið rólega saman.
  3. Hellið marengsinum í sprautupoka með mjóum hringlaga stút.
  4. Sprautið marengsstöngum á bökunarpappír á bökunarplötu.
  5. Stráið makron raspi yfir og bakiðí ofni við 110° í 35 mínútur.

Eplafylling:

  1. Skrælið eplin og skerið í litla bita.
  2. Setjið eplabita, sykur og sítrónusafa í pott og látið sjóða í 10 mínútur þar til eplin eru orðin karamellukennd.
  3. Leyfið eplafyllingunni að kólna.

Kefir-múss:

  1. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í 20 mínútur.
  2. Vermið sykur og ½ dl af rjóma í potti, við lagan hita (má ekki sjóða). Þeytið á meðan restinni af rjómanum.
  3. Takið pottinn af hellunni og hrærið matarlímsblöðunum út í. Því næst kemur 0,5 dl af kefir út í blönduna og blandast létt saman og þar á eftir restin af kefirnum.
  4. Bætið þeytta rjómanum út í smátt og smátt og setjið í sprautupoka. Sprautið til helminga í sílíkonfrom (Fashion éclare 80 mm) og leggið rólega 1-2 tsk af eplafyllingu í miðjuna á mússinu. Passið að recast ekki út í kantana.
  5. Geymið 1,5 msk af eplafyllingu þar til á eftir.
  6. Fyllið því næst sílíkonformið upp með kefir-mússinu.
  7. Skrapið yfirborðið slétt og setjiðí frysti í 4 tíma eða þar til daginn eftir.

Vanillugljái:

  1. Leggið matarlímið í kalt vatn í 20 mínútur.
  2. Setjið síróp, sykur, vanillusykur og vatn í pott og hitið upp að suðu eða þar til sykurinn hefur leysts upp. Bætið niðursoðinni mjólk út í takið af hitanum.
  3. Blandið matarlíminu varlega út í massann.
  4. Hakkið súkkulaðið og setjið í háa könnu og hellið massanum úr pottinum yfir súkkulaðið. Notið töfrasprota til að blanda massanum við súkkulaðið. Litlar loftbólur gætu myndast sem má skrapa burt með sleif.
  5. Setjið plast yfir súkkulaðiblönduna og látið kólna niður í 35°.
  6. Losið kefir-mússið úr forminu og setjið á rist. Leggið eitthvað undir fyrir það sem mun leka niður.
  7. Hellið gljáanum yfir frosnu múss-kökurnar.

Annað:

  1. Pískið rjóma og setjið í sprautupoka.
  2. Setjið múss-kökurnar á disk og sprautið þeyttum rjóma ofan á.
  3. Skreytið kökurnar með restinni af eplafyllingunni, makron raspi, blómum og marengsstöngum.
mbl.is/Lars Ranek
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert