Litlir barna ostborgarar með heimagerðri BBQ sósu

Hamborgarar eiga alltaf vel við og hér er uppskrift að barnaborgurum sem þau get sjálf gert og slegið í gegn við grilið.

Litlir barna ostborgarar

Hráefni í 4 borgara:

  • U.þ.b. 220 gr. nautahakk
  • ¼ tsk. salt
  • ¼ tsk. pipar
  • ¼ tsk. laukduft
  • ¼ tsk. hvítlauksduft
  • 1 skammtur grunngrillsósa, uppskrift hér fyrir neðan
  • 4 sneiðar brauðostur
  • 4 lítil hamborgarabrauð

Grunngrillsósa:

  • ¼ bolli tómatsósa
  • 1 tsk. eplasídersedik
  • 1 msk. púðursykur
  • 1 tsk. Worcestershiresósa
  • 1 msk. vatn

Þeyttu saman tómatsósu, eplasídersedik, púðursykur, Worcestershiresóru og vatn í potti og hitaðu við miðlungshita þar til það sýður lítillega. Taktu af hitanum og láttu kólna meðan þú útbýrð borgarana.

Blandaðu vel saman hakki, salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti, búðu til lítil buff og settu á miðlungsheitt grill. Penslaðu efri hlið borgaranna með grillsósu. Snúðu borgurunum eftir nokkrar mínútur og penslaðu hina hliðina með sósunni. Snúðu aftur og leggðu brauð ostinn ofan á. Lokaðu grillinu í hálfa mínútu svo osturinn nái að bráðna. Lyftu lokinu og ristaðu sundurskorin brauðin við hlið borgaranna örskamma stund. Taktu brauðin af, settu svolitla sósu á neðra brauðið, borgara ofan á og svo efra brauðið.

mbl.is/Gunnar Konráðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert