Grænmetisbændur biðla til neytenda

mbl.is/

Lýst hefur verið eftir grænu grænmetiskössunum sem eru í eigu Sölufélags Garðyrkjumanna og eru notaðir undir grænmeti.

Nú er svo komið að mikinn fjölda kassa vantar og hafa bændur því biðlað til fólks að hjálpa þeim að finna kassana og koma þeim heim.

Að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra er þetta mikið hagsmunamál bæði fyrir garðyrkjubændur og umhverfið. „Við þvoum og sótthreinsum eina milljón fjölnota kassa á hverju ári með jónuðu vatni sem tryggir að engin mengun fer í niðurföll við þvott. Fjölnota kassarnir eru marg endurnotanlegir og koma í veg fyrir mikla umbúðarsóun.”

Kristín segir að ákallið hafi þegar skilað árangri og fólk sé duglegt að hringja inn upplýsingar um kassa á vergangi auk þess sem einhverjir aðilar sem nýta kassana sem geymslubox séu að skila þeim.

En betur má ef duga skal og búið sé að fjárfesta í kössunum sem séu úr einstaklega sterku endurvinnanlegu plasti sem eigi að endast vel og lengi.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert