Bleikjan klikkar aldrei

Kristinn Magnússon

Hér erum við með úrvalsuppskrift úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur á RÍÓ Reykjavík. Bleikja er sívinsæl á grillið enda sérlega meðfærileg og bragðgóð.

Grilluð bleikja

Bleikjan hreinsuð og þurrkuð vel. Sítrónu nuddað á fiskihliðina og svo er hún krydduð með salti og sítrónupipar. Grillið verður að vera hreint og mjög heitt. Mér finnst best að setja olíu í tusku og renna aðeins yfir grillið, þá eru minni líkur á því að bleikjan festist á. Grillað á roðhliðinni í um það bil 90 sekúndur og örstutt á fiskihliðinni. Tíminn fer auðvitað eftir því hvaða hiti næst og helst á grillinu.

Kartaflan

Heil bökunarkartafla tekin og soðin í 15 mínútur með rósmaríngrein í vatninu, þá er hún skorin í þykka sneið, sett vel af salti og smá smjör og grilluð þar til mjúk í gegn.

Grillaður aspas

Mér finnst best að setja aspasinn í sjóðandi vatn í 2 mínútur og kæla svo hratt niður. Síðan er hann grillaður á heitu grilli og kryddaður með salti.

Grilluð plóma

Skorin í tvennt, steinninn tekinn út og hún smurð með olíu, sítrónu og salti. Grilluð á hvorri hlið í sirka 1 mínútu.

Pestó jógúrtsósa

  • 300 gr grísk jógúrt
  • 300 gr basil pestó

Einfaldlega hrært saman.

Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »