Leiðir til að minnka mengun á heimilinu

Thinkstock

Heilbrigðistyfirvöld í Bretlandi hafa gefið út leiðbeiningar sem ætlaðar eru til að draga úr loftmengun á heimilum. Nú kunna margir að reka upp stór augu enda áherslan hingað til verið á loftmengun utandyra en ekki inn á heimilinu.

Í leiðbeiningunum kemur meðal annars fram að nauðsynlegt sé að opna glugga meðan eldað er og eins þegar verið er að þurrka þvott innandyra. Talað er um mikilvægi þess að vernda loftgæði með þessum hætti en fæstir átta sig á þeirri mengun sem til dæmis matargufur og reykur frá kertum geta valdið. 

Það sama á við um úða úr spreybrúsum (lyktar- eða brúnkusprey, ilmvatn, sólarvörn, svitalyktareyðir, lyktareyðir).

Lykilatrið hér er að lofta vel og reglulega út og passa upp á að loftgæði séu í lagi.

Það skiptir máli að loftgæði séu í lagi á heimilinu.
Það skiptir máli að loftgæði séu í lagi á heimilinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert