Sítrónutrixið sem allir þurfa að kunna!

Sítrónu þarf ekki að skera til að ná safanum úr …
Sítrónu þarf ekki að skera til að ná safanum úr henni. mbl.is/Shutterstock

Við tökum fagnandi á móti öllum húsráðum sem finnast í bókinni og deilum þeim að sjálfsögðu áfram. Þetta sem við kynnum hér er til allra Gin og Tonic unnanda sem munu elska þetta trix.

Til að minnka subbuskapinn er þú kreystir safa úr sítrónu út í drykkinn þinn er til einföld lausn. Þú dregur fram tannstöngul og potar lítið gat inn í sítrónuna – þannig kemur hæfilega mikið magn af sítrónusafa í einu er þú kreistir hana. Og þú lætur ekki afganginn af sítrónunni fara til spillis eins og ef þú myndir skera í hana.

Þú byrjar á því að pota lítið gat með tannstöngli.
Þú byrjar á því að pota lítið gat með tannstöngli. mbl.is/Five Minute Crafts
Og kreistir síðan safa út í drykkinn þinn - ekkert …
Og kreistir síðan safa út í drykkinn þinn - ekkert vesen. mbl.is/Five Minute Crafts
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert