Hefurðu smakkað blómkáls-popp?

Blómkálspopp er algjört sælgæti.
Blómkálspopp er algjört sælgæti. mbl.is/Mike Garten

Eru ekki allir enn þá að japla á blómkáli? Hér er ein skotheld uppskrift að blómkálspoppi sem er upplagt að gera um helgina – sérstaklega fyrir þá sem vilja hollari útgáfu af „sælgæti“.

Blómkáls-poppkorn

  • Blómkálshaus
  • 3 msk. ólífuolía
  • ¼ bolli parmesan-ostur
  • 1 tsk. hvítlaukskrydd
  • ½ tsk. turmerik
  • ½ tsk. salt

Aðferð:

  1. Skerið blómkálið í litla bita.
  2. Blandið saman ólífuolíu, parmesan-osti, hvítlaukskryddi, túrmerik og salti og veltið blómkálinu upp úr blöndunni.
  3. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og ristið í ofni við 250°C í 30 mínútur eða þar til það hefur tekið lit.
  4. Berið strax fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert