Heimalöguð vörn gegn lúsmý

Útsendarar Matarvefsins hafa undanfarið dvalið við rannsóknir á lúsmý í Munaðarnesi og prófað ýmsar útgáfur af lúsmýfælum og verður vandlega farið yfir niðurstöðunar á næstu dögum.

Sú sem mesta lukku vakti var heimagerð að öllu leiti og vakti lukku. Um var að ræða vatn í úðabrúsa með nokkrum dropum af lavender í. Blöndunni var síðan úðað á fólk og sængurfatnað. Tilraunin gaf góðan árangur og var umtalað hvað allir væru vellyktandi og rólegir en lavender hefur afar róandi áhrif á fólk og mælt er með því í svefnherbergi hjá fólki sem á erfitt með svefn. 

Þetta var semsagt fyrsta tilraunin og var lítið um bit þegar henni var beitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert