Notuð merkjavara í eldhúsið á frábæru verði

Það var mikil stemning þegar Extraloppan opnaði á dögunum.
Það var mikil stemning þegar Extraloppan opnaði á dögunum. Stella Andrea

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Extraloppan opnaði á dögunum en þar getur hver sem er selt notaðar vörur og losað þannig um rými og stórgrætt í leiðinni.

Viðtökurnar hafa verið fram úr björtustu vonum en þeir sem héldu að þar væri aðeins fatnaður höfðu heldur betur rangt fyrir sér því útsjónarsamir seljendur hafa verið að mæta með húsbúnað og hönnunarvörur í miklu úrvali.

Þannig hafa vönduð stell, forláta kökudiskar og aðrir munir sem margir eru að safna eða láta sig dreyma um ratað inn í verslunina og ljóst er á viðbrögðunum að þetta er akkúrrat það sem neytendur hafa verið að leita að.

Þetta eru jafnframt frábærar fréttir fyrir þá sem liggja á lager sem þeir vilja losa. Nú þarf ekki lengur að gefa í Góða hirðinn (þó að það sé alltaf þakklátt) eða selja í lokuðum hópum á Facebook heldur geta allir bókað sér pláss í Extraloppunni og selt vörurnar sínar. Og miðað við viðtökurnar þá virðist allt seljast upp!

Stella Andrea
mbl.is