Besta leiðin til að þrífa heimilið

mbl.is/RuslanDashinsky/Getty Images

Ertu einn af þeim sem þrífur alltaf eins? Ert mögulega frekar lengi að því og oftast er allt farið í drasl aftur á kortéri? Ertu kannski skammarlega óskipulagður þegar kemur að þrifunum? Þá er þetta listinn sem mun leysa lífsgátuna fyrir þig.

Baðherbergið

 • Byrjaðu á loftinu og þrífðu öll horn, viftur og ljós.
 • Þrífðu gluggakistuna og gluggann sjálfan.
 • Þrífðu skápa og skúffur.
 • Þrífðu sturtuna eða baðkarið.
 • Skrúbbaðu klósettið líka að framan og að aftan.
 • Þvoðu vaskinn og spegilinn.

Eldhúsið

 • Byrjaðu á loftinu og þrífðu öll horn, viftur og ljós.
 • Þurrkaðu af slökkvurunum.
 • Þrífðu skápa og skúffur.
 • Þrífðu ofninn, uppþvottavélina og ísskápinn ef hann fylgir með.
 • Skrúbbaðu vaskinn vel.
 • Þrífðu gólflistana sem liggja undir eldhúsinnréttingunni.
 • Sópaðu og skúraðu gólfið.

Önnur rými hússins

 • Byrjaðu á loftinu og þrífðu öll horn og ljós.
 • Þrífðu gluggakistuna og gluggann sjálfan.
 • Þurrkaðu af slökkvurunum.
 • Þrífðu skápa og skúffur.
 • Sópaðu og skúraðu gólfið.
Það er að mörgu að huga í flutningum.
Það er að mörgu að huga í flutningum. mbl.is/Moving.com
mbl.is