Búðu til þina eigin uppþvottavélasápu

mbl.is/Getty Images

Mörgum er meinilla við alla þá sápu sem við notum dags daglega og mikið hefur mætt á uppþvottavélasápu sem þykir fremur sterk og óumhverfisvæn (svona almennt séð).

Hér er uppskrift sem deilt var inni á Þrifatips á dögunum en viðkomandi varð uppiskroppa með hefðbundna uppþvottavélasápu og ákvað því að búa til sína eign. Eftir töluverða rannsóknarvinnu á netinu varð þessi uppskrift fyrir valinu og var viðkomandi hæstánægð með útkomuna og sagði leirtauið hafa komið út úr vélinni tandurhreint. 

Heimagerð uppþvottavélasápa

  • ¾ matarsódi
  • ¼ salt
  • nokkrir dropar af uppþvottalegi

Þetta var allt sett í sápuhólfið og þvotturinn var skínandi hreinn. 

mbl.is