Geggjaðasta meðlætið á grillið

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Grillaður maís er með betra meðlæti sem hægt er að fá af grillinu en það þarf að vanda til verka. Hér er Berglind Hreiðars á Gotteri.is með grillaðan maís sem smurður er með hvítlauksmajónesi áður en hann er grillaður. Hljómar spennandi og vel þess virði að prófa.

Meiriháttar maís með majónesi

  • 6 stk. ferskir maísstönglar
  • 6 msk. Hellmann‘s Roasted Garlic Mayo
  • salt, pipar og paprikuduft
  • rifinn parmesanostur
  • saxaður ferskur kóríander
  • límóna til að kreista yfir

Aðferð:

  1. Sjóðið maísinn í 5-7 mínútur, takið úr pottinum og leyfið vatninu að gufa upp.
  2. Smyrjið síðan hvern kólf vel með hvítlauksristuðu majónesi frá Hellmann og kryddið eftir smekk.
  3. Grillið skamma stund allan hringinn til að fá smá grillbragð, hér bráðnar majónesið vel inn í maísinn.
  4. Takið af grillinu, stráið rifnum parmesanosti yfir, ferskum kóríander og kreistið límónusafa yfir hvern maískólf.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert