IKEA býður upp á heimsendingu úr eldhúsinu

IKEA býður nú upp á heimsendingarþjónustu á mat.
IKEA býður nú upp á heimsendingarþjónustu á mat. mbl.is/Ikea

IKEA er sjötta stærsta matvælakeðja heims – að minnsta kosti samkvæmt spænska viðskiptatímaritinu El Confidencial. Það nýjasta er að sænski húsgagnarisinn hefur hafið heimsendingarþjónustu á mat og það í heimsborginni París.

Kjötbollur, kanilsnúðar, pylsur og lax eru á boðstólnum og er sent frá aðalversluninni sem staðsett er í miðborg Parísar. Ef viðtökurnar verða góðar mun fyrirtækið sjá fyrir sér að auka þessa þjónustu og þá jafnvel færa sig yfir til Spánar og Evrópu.

Þetta er allt á reynslustigi, en það lítur út fyrir að IKEA sé að stefna á að verða stærsti skyndibitastaður í heimi og áður en við vitum af verðum við farin að panta einn skammt af kjötbollum ásamt nýjum sófa á netinu. 

Maturinn hjá IKEA þykir vera með þeim betri hvað skyndibita …
Maturinn hjá IKEA þykir vera með þeim betri hvað skyndibita varðar. mbl.is/Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert