Gordon Ramsay á Eiriksson Brasserie

Sjónvarpskokkurinn geðþekki er mættur til landsins á ný enda annálaður aðdáandi lands og þjóðar. Hann er þessa stundina staddur við veiðar í ónefndri á ef marka má Instagramið hans en hann hafði þó tíma til að koma við á Eiriksson Brasserie og fá sér að borða. Kunni kappinn vel að meta og skyldi engan undra því eins og alþjóð veit standast fáir Eiríki Inga snúning við eldavélina. 

Gordon Ramsay.
Gordon Ramsay.
mbl.is