Hin fullkomna motta í eldhúsið

Ertu með mottu í eldhúsinu eða langar þig í eina …
Ertu með mottu í eldhúsinu eða langar þig í eina slíka? mbl.is/Pindhus.dk

Það er ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar motta er valin í eldhúsið því mottur í eldhúsrýmum þurfa að þola mat af ýmsum toga og þær þurfa að geta tekið við álaginu sem fylgir eldhússtörfunum. Plastmottur hafa þótt vinsælar og oftar en ekki má snúa þeim við og nota báðar hliðar. Annars er gaman að poppa upp rýmið með litríkri mottu, sér í lagi ef þú ert með hvíta innréttingu.

Ef þú ert með parket á gólfunum kannastu eflaust við að gólfflöturinn á það til að slitna meira þar sem við erum að sýsla hvað mest í eldhúsinu – yfirleitt við eldavélina eða vaskinn. En ef þú ert með flísar í eldhúsinu ertu kannski í þeim hugleiðingum að  brjóta aðeins upp steminguna í rýminu og gera það hlýlegra. Hér fyrir neðan eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

  • Leitaðu að mottu sem má fara í þvottavélina.
  • Ef þú finnur mottu sem ekki má fara í þvottavél, reyndu þá að finna eina sem má skola léttilega úr án þess að það hafi mikil áhrif.
  • Forðastu ljósar mottur sem gætu fengið óheppilega bletti á sig eins og t.d. rauðvínsblett.
  • Forðastu einnig að velja mottu með löngum „hárum“ ef hún kemst ekki í þvottavélina.
  • Langar mottur eru fallegar í löng eldhúsrými en slíkar mottur má skutlast með í hreinsun ef þær komast ekki í vélina.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Langar mottur í eldhúsrýmum eru afar fallegar.
Langar mottur í eldhúsrýmum eru afar fallegar. mbl.is/Pinterest
Þessi er frekar skrautleg og setur lit á rýmið.
Þessi er frekar skrautleg og setur lit á rýmið. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert