Pasta carbonara sem brýtur allar reglur

Ný útgáfa af carbonara sem inniheldur engan rjóma.
Ný útgáfa af carbonara sem inniheldur engan rjóma. mbl.is/Chris Tonnesen

Hér er uppskrift að pasta carbonara í sumarbúningi – með ferskum baunum og engum rjóma. Hér fer eitthvað stórkostlegt af stað þegar hráefnin blandast saman.

Pasta carbonara með bragði af sumri

 • 500 g belgbaunir
 • 2 stór egg
 • 50 g pecorino-ostur
 • Svartur pipar
 • 400 g linguine
 • 250 g beikon

Aðferð:

 1. Takið helminginn af baununum til hliðar og geymið þar til á eftir. Sjóðið stuttlega restina af baununum.
 2. Geymið smávegis af soðna vatninu og notið það með baununum og hrærið í þykkt krem. Látið kólna örlítið og blandið svo saman með eggi og fínrifnum pecorino-osti, og piprið.
 3. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum. Geymið um 2 dl af pastavatninu til hliðar.
 4. Steikið beikon á pönnu.
 5. Setjið pastað aftur í pottinn og hellið eggjablöndunni yfir ásamt beikonbitum og restinni af baununum.
 6. Notið afgangs pastavatnið ef þörf er á út í pastablönduna.
 7. Berið strax fram.
mbl.is