Reglur við notkun kryddjurta

Thinkstock

Ferskar kryddjurtir má nota í miklu magni og njóta afgerandi ilmsins og bragðsins. Aldrei er hægt að ofnota ferskar jurtir í matargerðina og þær lyfta upp máltíðunum hvort sem eru hversdagsréttir eða á veisluborðinu. Notum þær óspart í matinn til að fríska upp á útlit, ilm og bragð.

Þumalfingursregla er að nota harðgerðari jurtir í langtímaeldaða rétti og þær má setja með stilkunum í upphafi eldunartímans. Til dæmis í pottrétti, kartöflur í ofni, með steikum o.fl.

Harðgerðari jurtir eru: Timían, rósmarín, majoram. Einnig að hreinsa af stilkunum og saxa fínt og bæta í réttina í lokin.

Allar jurtir má nota beint á rétti og saxa t.d. fínt og strá yfir fisk, kjöt, salat eða blanda í kaldar sósur.

Heimild: Sölufélag garðyrkjumanna

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert