Serena Williams með sitt eigið morgunkorn

Serena Williams er margfaldur meistari í tennis og á þetta …
Serena Williams er margfaldur meistari í tennis og á þetta svo sannarlega skilið. mbl.is/wtatennis.com

Margfaldur meistari á skilið sitt eigið morgunkorn – ekki satt? Tennisstjarnan Serena Williams hefur birst í öllum fjölmiðlum víða um heiminn, á forsíðum tímarita og nú má sjá hana framan á Wheaties-morgunkorninu.

Slagorðið er „The Breakfast of Champions“, en General Mills hefur birt myndir af þekktu íþróttafólki á morgunkornin sínu frá árinu 1934. Serena Williams tilkynnti nýverið á Instagram-síðunni sinni að röðin væri komin að henni – eitthvað sem hana hefur dreymt um frá því hún var lítil stelpa. Hún er jafnframt önnur dökka konan sem prýðir morgunkornið en sú fyrsta var tenniskonan Althea Gibson.  

Tenniskonan Serena Williams prýðir framhlið Wheaties-morgunkornsins.
Tenniskonan Serena Williams prýðir framhlið Wheaties-morgunkornsins. mbl.is/General Mills
mbl.is/Instagram_serenawilliams
mbl.is