Kartöflumeðlæti sem tryllir mannskapinn

Kartöflumeðlæti af bestu gerð - einfalt og fljótlegt í framkvæmd.
Kartöflumeðlæti af bestu gerð - einfalt og fljótlegt í framkvæmd. mbl.is/Howsweeteats.com

Það er alltaf gott að kunna einfalda uppskrift að meðlæti sem mun metta marga maga. Þetta kartöflumeðlæti er akkúrat í þeim flokki – grillað með ferskum kryddjurtum og bræddum gorgonzola-osti.

Kartöflumeðlæti sem tryllir mannskapinn

 • 900 g smáar kartöflur, skornar í helming
 • 1-2 msk. ólífuolía
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. pipar
 • ½ hvítlaukssalt
 • ½ bolli gorgonzola-ostur
 • 2 msk. graslaukur, smátt skorinn
 • 1 msk. söxuð kryddjurt að eigin vali (dill, steinselja, basilika, oregano)

Aðferð:

 1. Hitið grillið á hæsta hita. Og á meðan grillið er að hitna, útbúið þá tvöfalt lag með álpappír og brettið upp á endana. Setjið kartöflurnar í álpappírspbakkann og dreypið ólífuolíu yfir. Stráið salti, pipar og hvítlaukssalti yfir. Blandið vel saman þannig að hráefnin þeki allar kartöflurnar. Gott er að setja álpappírinn á bökunarplötu svo auðveldara verði að flytja kartöflurnar út á grillið.
 2. Setjið kartöflubakkann á grillið og lokið grillinu. Best er að reyna snúa kartöflunum með skornu hliðina niður til að þær nái að verða meira krispí.
 3. Grillið í 15-20 mínútur, og hreyfið aðeins við þeim á 5 mínutna fresti.
 4. Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar, stráið þá gorgonzola yfir og grillið í 1 mínútu.
 5. Takið af grillinu og berið fram.
mbl.is/Howsweeteats.com
mbl.is