Kjúklingur með stórkostlegu meðlæti

Kjúklingur með óvissumeðlæti er stórkostlegur á matarborðið.
Kjúklingur með óvissumeðlæti er stórkostlegur á matarborðið. mbl.is/Winnie Methmann

Við erum að kynna alveg svakalega skemmtilega útgáfu af kjúklingarétti. Meðlætið er bæði eldað í ofni með kjúklingnum og einnig borið fram ferskt í skálum til hliðar. Hér eru sætar kartöflur, hrísgrjón, bananar og mango chutney að tala saman og útkoman er stórkostleg.

Kjúklingur með óvissumeðlæti

 • 1 heill kjúklingur frá Ali, skorinn í bita (má einnig nota kjúklingalæri)
 • 500 g sætar kartöflur
 • 2 laukar
 • 3 stór hvítlauksrif
 • Ólífuolía
 • 1 msk. karrý
 • Salt og pipar
 • 4 dl hrísgrjón
 • ½ l kjúklingakraftur
 • 1 dós kókosmjólk

Annað:

 • 2 bananar
 • Handfylli steinselja
 • 1 dl rúsínur
 • 1 dl ristaðar kókosflögur
 • 1 dl mango chutney

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C. 
 2. Skerið kjúklinginn í 6-8 bita. Skerið laukinn gróflega og hvítlaukinn í þunnar skífur. Skrælið sætu kartöflurnar og skerið í litla teninga. Veltið lauk, hvítlauk og sætum kartöflum upp úr ólífuolíu, karrý, salti og pipar og leggið í eldfast mót. Setjið inn í ofn í 15 mínútur þar til laukarnir byrja að taka lit.
 3. Takið fatið úr ofninum og setjið hrísgrjónin yfir ásamt kjúklingakraftinum og kókosmjólkinni. Hrærið aðeins í.
 4. Saltið og piprið kjúklinginn og leggið efst í fatið. Bakið áfram í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og hrísgrjónin tilbúin.
 5. Skerið bananana í skífur. Saxið steinseljuna. Setjið banana, steinselju, rúsínur, kókosflögur og mango chutney í litlar skálar og berið fram með kjúklingnum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Thinkstock
mbl.is