Töfratrixið sem bjargar viðkvæma þvottinum

AFP

Öll eigum við viðkvæmar og vandaðar flíkur sem á samkvæmt öllum leiðbeiningum að þvo í höndunum. Sumir eru samviskusamari en aðrir á meðan aðrir bugast gjörsamlega við tilhugsunina.

Við rákumst á gott ráð sem er reyndar algjört snilldarráð. Notaðu salatskálina (sem þú átt örugglega inn í skáp og notar aldrei). Samkvæmt meistaranum sem deildi þessu ráði upphaflega leggurðu þvottinn í bleyti í salatskálinni og þværð með því að snúa handfanginu rétt eins og þvotturinn væri í þvottavél. Svo skolarðu og þeytir loks þvottinn rétt eins og salat. 

Heimildamaður okkar sagðist hafa notað salatskálina með þessum hætti í hartnær tvö ár með frábærum árangri og ef því er að skipta getur þú notað hana til að skola salat þess á milli. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/
mbl.is