Hin fullkomna sumarmáltíð

mbl.is/Linda Ben

Hvað er frábærara en þegar við fáum uppskriftir sem eru bæði einstaklega bragðgóðar og líka þess eðlis að hægt er að grípa þær með í sumarbústaðinn eða útileguna. Hér er hægt að undirbúa meðlætið áður og setja svo vefjuna saman þegar á að borða hana. Þannig helst hún fersk og frábær - sem er nákvæmlega eins og við viljum hafa hana.

Það er meistari Linda Ben sem á þessa uppskrift en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Klúbb vefja með kalkúna áleggi, hvítlauks steiktum sveppum og grænmeti

 • Mission vefjur með grillrönd

 • Heinz majónes

 • Heinz milt gult sinnep

 • Beikon (má sleppa)

 • Kalkúna álegg

 • Ostur

 • Sveppir

 • 1 hvítlauksgeiri

 • Filippo Berio ólífu olía

 • Ferkst salat

 • Gúrka

 • Tómatur

Aðferð:

 1. Steikið beikonið eða bakið í ofni þar til það er tilbúið.

 2. Skerið sveppina og steikið upp úr olíu þar til þeir eru nánast tilbúnir. Rífið hvítlaukinn niður og bætið á pönnuna, steikið í 1-2 mín og takið svo af pönnunni.

 3. Setjið kalkúna áleggið á pönnuna og bætið ost sneiðum á áleggið, hitið þar til osturinn er bráðnaður.

 4. Smyrjið veglegu magni af majónesi á vefjurnar og svolítið af sinnepi. Raðið salatinu fyrst og svo beikoni, kalkúna álegginu og sveppunum á vefjurnar. Skerið gúrkuna og tómatana í bita og raðið ofan á, lokið vefjunum og festið saman með tannstöngli eða einhverju álíka.

mbl.is/Linda Ben
mbl.is