Nýbökuð fléttuð smábrauð

Nýbökuð fléttubrauð eru alveg dásamleg ein og sér eða sem …
Nýbökuð fléttubrauð eru alveg dásamleg ein og sér eða sem meðlæti. mbl.is/Spisbedre.dk

Smábrauð eru fullkomin með fiskréttum, pasta eða góðu salati í matinn. Þessi eru krúttleg og munu setja sinn svip á matarborðið.

Nýbökuð fléttuð smábrauð

  • 1,5 dl volgt vatn
  • 25 g ger
  • 2 tsk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 75 g spelthveiti
  • 185 g hveiti
  • 1 msk. ólífuolía
  • 50 g mjúkt smjör
  • 1 egg til að pensla með

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatninu. Bætið sykri, salti, spelthveiti og mestu af hveitinu  út í skálina og hrærið saman á lágum stirkleika í sirka 5 mínútur.
  2. Bætið olíu og mjúku smjörinu út í smátt og smátt og haldið áfram að hnoða á lágum hraða þar til deigið er orðið mjúkt. Bætið restinni af hveitinu út í ef deigið er of klístrað. Formið í kúlu og setjið aftur í skálina – setjið rakt viskastykki yfir og látið hefast í skálinni í 15 mínútur.
  3. Setjið deigið á borðið með smá hveiti undir og skiptið deiginu í þann fjölda sem þið óskið eftir (sirka 12 stk.)
  4. Takið hvern hluta og skiptið í þrennt og rúllið upp í 12 cm langar ræmur. Byrjið að flétta ræmurnar saman í lítil brauð. Endurtakið með restinni af deiginu. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast í 30 mínútur.
  5. Hitið ofninnn á 225°C. Penslið brauðin með pískuðu eggi og bakið í ofni í 12 mínútur, þar til gyllt og bökuð í gegn.
  6. Látið kólna á rist og berið fram volg og nýbökuð. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert