Geggjað laxatortilla með marineruðu grænmeti

Æðislegar tortilla með reyktum laxi og marineruðu grænmeti.
Æðislegar tortilla með reyktum laxi og marineruðu grænmeti. mbl.is/santamariaworld.com

Við nældum í þessa uppskrift hjá Santa Maria sem býður upp á geggjað tortilla með reyktum lax og marineruðu grænmeti. Fullkominn kvöldmatur þegar tíminn er naumur.

Geggjað laxatortilla með marineruðu grænmeti (fyrir 4)

 • 2 fennikur
 • 1 agúrka
 • nokkrar radísur
 • 1 lime
 • salt
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 1 bréf Old El Paso taco-krydd
 • 70 g spínat
 • 1 tortilla pakki
 • 200 g reyktur lax

Aðferð:

 1. Skerið fenniku og gúrku í þunnar ræmur með mandolínjárni.
 2. Skerið radísur í þunnar skífur.
 3. Blandið fenniku, gúrku og radísum saman með limesafa og salti, og látið standa í sirka 5 mínútur.
 4. Búið til dressingu úr sýrðum rjóma og dip mix.
 5. Hitið tortillurnar.
 6. Smyrjið dressingu á pönnukökurnar, setjið spínat og laxaskífu á hverja og eina köku.
 7. Toppið með marineruðu grænmeti og berið fram.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is