Svalandi jarðarberja mojito

Svalandi mojito með jarðarberjum hentar við öll tilefni þar sem …
Svalandi mojito með jarðarberjum hentar við öll tilefni þar sem gera á vel við sig. mbl.is/alt.dk

Þessi fellur seint úr gildi, hvor sem um ræðir sumarkvöld eða huggulega stund á öðrum tíma ársins. Jarðarberja mojito er ferskur og slær alltaf í gegn. Hér má einnig sleppa romminu og útbúa áfengislausan drykk sem hentar fyrir yngri kynslóðina.

Svalandi jarðarberja mojito

  • ½ lime, skorin í báta
  • 2 jarðarber, skorin í fernt
  • 5 myntulauf
  • 1 tsk. hrásykur
  • 6 cl ljóst romm
  • Klaki
  • Sódavatn
  • Rör

Aðferð:

  1. Setjið lime, jarðarber, myntu og sykur í viskíglas og merjið saman (t.d. með skaftinu á sleif ef þú ert ekki með réttu græjurnar).
  2. Setjið romm og klaka út í og fyllið upp með sódavatni.
  3. Skreytið með myntulaufum, jarðarberjum og röri.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert