Svona hlúir þú að sólbrenndri húð

Það er afar mikilvægt að muna eftir sólarvörninni til að …
Það er afar mikilvægt að muna eftir sólarvörninni til að forðast bruna. mbl.is/hoo.dk

Við erum nokkuð viss um að ansi margir Íslendingar elska að leyfa sólinni leika um kroppinn á meðan hún situr hvað hæst á lofti. Við getum jafnvel orðið soldið gráðug í D-vítamínið og eigum það til að sólbrenna ef við erum ekki dugleg að maka á okkur vörn eða taka pásur frá sólinni.

Ef þú svo óheppilega lendir í því að brenna húðina eru hér nokkur einföld ráð til að fara eftir. Annars er best að muna eftir sólarvörninni til að geta notið sumardaganna sem best.

  • Notaðu Aloa Vera-krem eða -gel á það svæði sem er sólbrennt.
  • Smyrðu hreinni jógúrt á brunann – það mun kæla niður húðina.
  • Farðu í bað sem er blandað til helminga með vatni og mjólk.
  • Legðu gúrkusneiðar á brenndu húðina.
Þessi hefur gleymt að fara úr skónum og fengið ógleymanlegt …
Þessi hefur gleymt að fara úr skónum og fengið ógleymanlegt far á fæturna. mbl.is/Ralf NauGetty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert