Svona poppar Gwyneth Palthrow um helgar

Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow.
Heimagert poppkorn úr smiðju leikkonunnar Gwyneth Paltrow. mbl.is/goop.com

Þessi uppskrift kemur úr eldhúsinu hjá leikkonunni Gwyneth Paltrow en hún heldur úti frábærri síðu er nefnist Goop. Hér er notast við nutritional yeast sem þykir vera vel heppnað hráefni í þessari uppskrift að poppi - og er vinsælt að gera á kósíkvöldum yfir góðri bíómynd.

Heimagert vegan ostapopp

  • 1 msk. + ¼ bolli sólblómaolía
  • ½ boli „non-GMO“ poppmaís
  • 3 msk. nutritional yeast
  • ¾ tsk. salt

Aðferð:

  1. Hitið 1 msk. af olíu í stórum potti á meðal hita.
  2. Setjið tvær baunir út í pottinn til að kanna hitann (munið að setja lokið á pottinn). Ef maísinn poppast þá er olían tilbúin.
  3. Setjið restina af maísinum út í pottinn og hafið lokið skáhallt á pottinum, ekki alveg lokað. Hristið pottinn með sirka 30 sekúndna millibili eða þar til allur maísinn hefur sprungið út (þú heyrir hvenær það fer að vera lengra á milli. Setjið lokið alveg á pottinn og slökkvið á hitanum.
  4. Setjið poppið á bökunarpappír og dreypið olíunni yfir og hristið aðeins í poppinu. Dreifið nutritional yeast og salti yfir allt saman og hristið aftur vel saman.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert