Berjaís sem er sjúklega góður (en hollur)

mbl.is/EatRvk

Uppskriftir sem þessar eru langþráðar því hver þráir ekki að borða eitthvað ómótstæðilegt sem inniheldur ekki dagskammt af hitaeiningum eða er stútfullt af sykri. 

Það er Linda á EatRVK sem á heiðurinn að þessari snilld sem við mælum heilshugar með en matarbloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

„Veðrið á að vera geggjað um helgina og því er upplagt að skella í nýjan holla ísuppskrift. Hér er önnur frábær uppskrift frá henni Elínu Arndísi og í þetta sinn er það berjaís sem hægt er að borða í öll mál. Börnin mín voru sérstaklega ánægð með þennan íspinna síðustu daga þegar veðrið lék við okkur. Ég keypti þessi geggjuðu sílikonform/frostpinnaform í IKEA sem eru tvö saman í pakka sem komu í veg fyrir allan subbuskap sem yngri krúttin mín verða oft fyrir við ísát, halelúja hvað ég dýrka þessi form,“ segir Linda. 

Berjaís í morgunmat!

  • 4 dl frosin hindber
  • 2 kúfaðar msk kókosmjólk (þykki hlutinn)
  • 1 dl möndlumjólk
  • klípa af salti 
  • 1 msk agavesíróp eða hlynsíróp
  • Frábært að bæta við 2 tsk af acaidufti fyrir meiri næringu!

Hrært í matvinnsluvél þangað til silkimjúkt. Passar í 6 ísform.

Bræða 50g af 70% súkkulaði og setja yfir þegar ísinn er orðinn frosinn. Þessi ís er líka góður sem sorbet í sólinni.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/EatRvk
mbl.is