Starfsmaður rekinn eftir sögulegt klúður

mbl.is/Facebook

Það er alla jafna talið frekar mikilvægt að vera með það á hreinu hvernig á að skreyta köku en starfsmaður í ískökuverslun Dairy Queen ruglaðist rækilega í ríminu á dögunum.

Pöntuð var kaka sem átti að vera með mynd af Disney prinsessuni Moana. Hins vegar tók starfsmaðurinn ekki betur eftir en svo að stærðarinnar mynd af maríjúana laufi prýddi kökuna. Að auki er reykjandi póní hestur á kökunni sem verður að teljast til tíðinda.  

Því betur var afmælisstúlkan 25 ára en ekki fimm þannig að þetta var aðeins fyndnara fyrir vikið en vesalings starfsmanninum var vikið úr starfi í kjölfarið.

mbl.is