Svalasta hótelrými í heimi

Ísframleiðandinn opnar hótelrými sem er eitt fyrsta sinnar tegundar.
Ísframleiðandinn opnar hótelrými sem er eitt fyrsta sinnar tegundar. mbl.is/Instagram_HaloTop

Hér um ræðir eitt svalasta hótelrými sem hugsast getur og það í orðsins fyllstu merkingu.

Í samstarfi við QT Qeenstown skíðahótelið sem staðsett er í ölpunum á Nýja Sjálandi, mun hinn vinsæli lág-kolvetna ísframleiðandi Halo Top opna fyrsta skíðahótelherbergi heims þar sem þemað er ís.

Herbergið mun vera með ísþema frá toppi til táar og frystir er inn á herberginu sem geymir allan þann Halo Top ís sem þig dreymir um. Og sem gestur, nýtur þú líka annara fríðinda. Morgunverður er innifalinn í verði og þú færð aðgang að svokölluðum „Over the Top“ herbergismatseðli þar sem hægt er að panta ís-nachos, mjólkurhristing og margt fleira.

Það er byrjað að taka niður bókanir HÉR ef einhver skíðaáhugamaður og stóraðadáandi að ís langar að skella sér í ógleymanlega ævintýraferð.

mbl.is/Instagram_HaloTop
Þetta lofar mjög góðu ef marka má myndirnar.
Þetta lofar mjög góðu ef marka má myndirnar. mbl.is/HaloTop
mbl.is