Zara Home kynnir 100% endurunnar glervörur

Nýjar glervörur frá Zara Home - úr 100% endurunnu gleri.
Nýjar glervörur frá Zara Home - úr 100% endurunnu gleri. mbl.is/ZaraHome

Allt frá vatnskaröflu yfir í sápuskammtara úr 100% endurunnu gleri – er það sem tískurisinn Zara Home kynnti nú á dögunum.

Fleiri og fleiri fyritæki eru farin að vera meira vakandi yfir því að endurvinna efni og gera framleiðsluna sjálfbærari, þar á meðal Zara Home. Allar glervörurnar þeirra eru nú framleiddar úr 100% endurunnu gleri. Með því að bræða saman mismunandi gler við lágan hita minnkar CO2-losunin og ekkert gler fer til spillis.

Í nýju vörulínunni má finna alls kyns vörur fyrir heimilið, eins og vatnsglös og flöskur sem hafa mjúk og rúnnuð form – en það besta er að vörurnar eru allar umhverfisvænar.  

Allrahanda glös - fullkomin í eldhúsið!
Allrahanda glös - fullkomin í eldhúsið! mbl.is/ZaraHome
Glös á fæti með rúnnuðum línum.
Glös á fæti með rúnnuðum línum. mbl.is/ZaraHome
Sápuskammtara má einnig sjá í nýju vörulínunni.
Sápuskammtara má einnig sjá í nýju vörulínunni. mbl.is/ZaraHome
mbl.is