Komu heim eftir frí og allt var úldið í frystinum

ljósmynd/Amazon

Búið er að skrá þó nokkurn fjölda tilfella þar sem óvart hefur verið slökkt á frystikistum og kælum þegar húsráðendur fóru í frí eða bilun varð á meðan fjölskyldan var í burtu með skelfilegum afleiðingum. 

Eins og búast má við úldnar allt í kæliskápunum merkilega hratt og lyktin sem tekur á móti fólki við heimkomuna er hryllileg. Munið þó að ef þið eruð með góðar tryggingar þá fáið þið matinn bættan (hjá flestum félögum) þannig að takið myndir af öllu til að eiga. 

Henda þarf matnum og slíkt ber að gera sem fyrst. 

Hvort hægt sé að bjarga frystinum er svo annað mál. Hér duga gömlu ráðin best. Sjóða edik og láta pottinn ofan í kistuna, setja matarsóda, sítrónuvatn og annað því um líkt. Matarsódinn og edikið er þó besta blandan og gefur góða raun. Í flestum tilvikum er hægt að bjarga frystinum en það er töluverð þolinmæðisvinna. 

Að því sögðu - passið ykkur vel að slökkva ekki á frystinum áður en lagt er af stað í fríið. Það er ekki skemmtileg heimkoma. 

bubblews.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert