Kæliboxin sem fótboltaforeldrar slást um

Kæliboxin eru algjör snilld.
Kæliboxin eru algjör snilld. mbl.is

Kælibox hafa sjaldan verið tilefni til múgæsingar en slíkt gerðist þó á dögunum þegar fór að bera á slíkum boxum á Símamótinu á dögunum. Um er að ræða kælibox sem hægt er að draga á eftir sér og þykja svo sniðug að uppi varð fótur og fit á meðal foreldra. 

Kæliboxin fást sannarlega hér á landi, nánar tiltekið í Costco og kosta ekki nema 2.700 krónur. Samkvæmt heimildum Matarvefjarins fór hópur foreldra rakleitt í verslunina og keypti síðustu boxin en síðan bárust fregnir af því að töluvert meira magn væri komið til landsins. 

Það er því ljóst að hér er um úrvalskaup að ræða enda fátt svalara en almennilega nestað fólk á fótboltamótum. 

Á leið til setningar Símamótsins í Kópavogi. Hér voru margir …
Á leið til setningar Símamótsins í Kópavogi. Hér voru margir með kæliboxin góðu og fleiri reyndu að eignast eintak. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is