Leynitrixið til að sjóða hin fullkomnu hrísgrjón

Hvernig sjóðum við hin fullkomnu hrísgrjón?
Hvernig sjóðum við hin fullkomnu hrísgrjón? mbl.is/healthynibblesandbits.com

Ef þú varst ekki með það á hreinu, þá smakkast hrísgrjón mun betur eftir að hafa legið í bleyti. En hvernig eigum við að sjóða hin fullkomnu hrísgrjón og hversu lengi eiga þau að liggja í bleyti?

Byrjið með að hreinsa hrísgrjónin undir vatni, en öll hrísgrjón verða betri eftir að hafa sogið í sig vatn og þá mun suðutíminn verða styttri en ella. Flestallir kokkar láta hrísgrjón liggja í 20-30 mínútur fyrir suðu og á það helst við um basmati- eða jasmin-hrísgrjón. Brún hrísgrjón þurfa ekki nema 30-60 mínútur og villt hrísgrjón, sem eru einstaklega góð fyrir heilsuna, mega liggja í 6-8 tíma í vatni eða yfir nótt.

Til að hrísgrjónin verði fullkomin þarftu að ná fram réttu magni af grjónum og vatni. Með basmati- og jasmin-hrísgrjón skaltu nota 1 bolla af grjónum á móti 1,5 bollum af vatni. Við hrísgrjón sem taka lengri tíma að sjóða eins og villt hrísgrjón, skaltu nota 1 á móti 3.

Best er að sjóða hvít hrísgrjón á meðal eða lágum hita og þá í 15-20 mínútur. Ef hrísgrjónin hafa legið í bleyti þá eru 10 mínútur nægur tími í suðu. Hvernig sem þú sýður hrísgrjónin skaltu alltaf muna að hafa lokið á og ekki taka það af á miðri leið. Þannig færðu fullkomin hrísgrjón á diskinn þinn.

mbl.is