Drykkurinn sem er að gera allt vitlaust í Mosó

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er afar mikilvægt þegar viðrar jafn vel og gert hefur í sumar að hámarka stemninguna á pallinum og bjóða upp á vandaðar veitingar sem veita grönnum og gangandi gleði.

Ef einhver hefur fullkomnað þetta listform þá er það Berglind Hreiðars á Gotteri.is og hér er hún með þrjár mismunandi útgáfur af Moscow Mule.

Moscow Mule

Hver uppskrift hér að neðan dugar í 2 könnur/glös

Hefðbundinn Moscow Mule

  • 120 ml Stolichnaya vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk mynta og lime-sneið til skrauts

Aðferð:

  1. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  2. Hellið vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  3. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskri myntu og lime-sneið.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Jarðarberja Moscow Mule

  • 10 stk jarðarber
  • 1 lúka fersk mynta
  • 120 ml Stolichnaya vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk mynta og jarðarber til skrauts

Aðferð:

  1. Maukið jarðarber og myntu í blandara.
  2. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  3. Hellið jarðarberjamauki og vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  4. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskri myntu og jarðarberi.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Bláberja Moscow Mule

  • 125 g bláber
  • 120 ml Stolichnaya vodka
  • 1 x lime (safinn)
  • 250 ml Stoli ginger beer
  • Klakar
  • Fersk bláber og limesneið til skrauts

Aðferð:

  1. Maukið bláber í blandara.
  2. Fyllið könnuna af klökum til hálfs.
  3. Hellið bláberjamauki og vodka í könnuna, kreistið lime yfir og fyllið upp í með engiferbjór.
  4. Hrærið saman með röri og skreytið með ferskum bláberjum og lime-sneið.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert