Sturlaðasti morgunverður síðari ára

mbl.is/Delish

Þessi morgunverður gæti bókstaflega valdið hjartastoppi en mikið óskaplega er hann stórkostlega grinilega frábær og fullkominn. Hér er búið að gera vefju úr beikoni (já þetta hljómar ótrúlega en þetta er hægt!) og útkoman er hreint stórbrotin og merkilega kolvetnasnauð.

Beikonverður fyrir meistara

Fyrir fjóra

 • 16 sneiðar af beikoni, skornar í tvennt
 • 6 egg
 • 1 msk. smjör
 • Sjávarsalt
 • Svartur pipar
 • 2 msk. saxaður graslaukur
 • 1/4 bolli rifinn ostur
 • 1 avókadó, skorið í sneiðar
 • Sterk sósa

Aðferð:

 1. Byrjið á að búa til beikonskeljarnar. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Búið til eina skel út átta beikonsneiðum (munið að það er búið að skera þær í tvennt) þannig að úr verði ferningur. Vefjið saman eins og þið séuð að föndra jólaskraut. Kryddið með pipar og leggið svo grind ofan á skeljarnar til að þær krullist ekki saman meðan þær eru bakaðar. Bakið beikonskeljarnar í 30-35 mínútur. Snyrtið þær til þannig að þær verði fallega rúnaðar í laginu.
 2. Á meðan skal hræra saman eggin og mjólkina. Hitið pönnu á miðlungshita, setjið smjörið á pönnuna og hellið eggjahrærunni út á. Hrærið í með stórri viðarsleif og reynið að búa til stóra eggjaköggla.
 3. Þegar hræran er nánst tilbúin skal krydda vel með salti og pipar og að síðustu setja graslaukinn saman við.
 4. Setjið beikonskel á disk. Setjið því næst eggjahræru ofan á, rifinn ost, 2 sneiðar af avókadó og loks sterka sósu ofan á.
mbl.is