Svona hannar þú hið fullkomna eldhús

Geymslurými er lykilatriði. Reyndu eins og kostur er að hanna …
Geymslurými er lykilatriði. Reyndu eins og kostur er að hanna eldhúsið þannig að þú nýtir allt rými eins og hægt er. Sjáið á þessari mynd hvernig skáparnir ná alveg upp í loft. mbl.is/Elle Decoration

Eldhús er dásamlegur staður en margir gera nokkur grundvallar mistök þegar kemur að hönnun þeirra. Hér erum við með nokkur atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því að hanna hið fullkomna eldhús.

Ekki setja of mikið af skrauti í eldhúsið en þeir …
Ekki setja of mikið af skrauti í eldhúsið en þeir hlutir sem þú velur skulu vera hlutir sem þér þykja fallegir. Ekki spillir heldur fyrir ef þeir koma að notum. mbl.is/Elle Decoration
Geysluskápar sem þessir eru gulls ígildi. Takið líka eftir hvað …
Geysluskápar sem þessir eru gulls ígildi. Takið líka eftir hvað skápurinn er fallegur. Svartur að innan eins og innréttingin en það er gott dæmi um smáatriði sem gera mikið fyrir eldhúsið. mbl.is/Elle Decoration
Forðastu að nota sterka liti ef markmiðið er að eldhúsið …
Forðastu að nota sterka liti ef markmiðið er að eldhúsið sé afslappandi. Góð birta er mikið atriði þannig að ef að rýmið er lítið skaltu hafa eldhúsið eins ljóst og þú getur. Ef þú ert að hanna rýmið frá grunni skaltu reyna að hafa náttúrulega lýsingu eins mikla og hægt er. mbl.is/Elle Decoration
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert