Heimabakaða brauðið sem allir elska

Það er fátt betra en nýbakað brauð.
Það er fátt betra en nýbakað brauð. mbl.is/Columbus Leth

Dúnamjúkt og bragðgott brauð var að koma úr ofninum. Réttið okkur smjörið eða góða olíu og við erum klár að taka á móti nýbökuðu brauði með kryddjurtum.

Nýbakað brauð með kryddjurtum

 • 20 g ger
 • 4 dl vatn
 • 4 msk. ólífuolía
 • 650 g hveiti
 • 1½ tsk. salt
 • Handfylli ferskar kryddjurtur t.d. basilika, steinselja eða oregao.

Aðferð:

 1. Hrærið gerið út í vatnið og bætið 3 msk. af ólífuolíu út í.
 2. Hellið hveitinu út í og hnoðið vel saman. Bætið salti út í.
 3. Látið deigið hefa sig undir röku viskastykki í 1½ tíma.
 4. Rúllið deigið þunnt út með kökukefli. Penslið með ólífuolíu og dreifið grófhökkuðum kryddjurtum yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 2-3 cm þykkar skífur. Leggið skífurnar ofan á hvor aðra (óreglulega) í smurt eldfast mót og látið hefast í 20 mínútur.
 5. Hitið ofninn á 225°C og bakið í ofni í 20-25 mínútur.
mbl.is