Húsráðið sem reddar ruslafötunni

Það getur verið erfitt að ná pokanum úr.
Það getur verið erfitt að ná pokanum úr. mbl.is/TheKitchn

Hver kannast ekki við að ruslapokinn sitji fastur í ruslafötunni svo það þarf grettisafl til að ná honum úr? Ástæðan er ekki sú að þú fyllir pokann of mikið heldur er það vegna þess að það myndast sog í botninum vegna loftleysis. 

Einfaldasta leiðin til að kippa þessu í liðinn er að bora göt í botninn á ruslatunnunni, fremur neðarlega til þess að loft komist auðveldlega inn. Með þeim hætti verður ekkert mál að ná pokanum upp úr næst. 

Mundu bara að bora götin þegar ruslafatan er tóm og að hafa götin nokkra sentimetra frá botninum ef vökvi skyldi renna úr pokanum. Þannig kemur þú í veg fyrir að vökvinn sullist á gólfið. 

Best er að snúa fötunni á hvolf meðan borað er.
Best er að snúa fötunni á hvolf meðan borað er. mbl.is/TheKitchn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert